STEFNA HVAÐ

Loforð til lesenda

 

Því fylgir mikil ábyrgð að gefa út efni fyrir börn og ungmenni.

 

 

Það sem þau sjá, lesa, heyra og upplifa í æskunni hefur áhrif á allt þeirra líf.

 

Það er stefna okkar að hafa tímaritið HVAÐ ávallt fjölbreytt og framsýnt.

 

Það er ætlun okkar að birta faglegt og fallegt, fræðandi og uppbyggilegt efni.

 

Það er trú okkar að tímaritið HVAÐ eigi erindi við sem flesta og sé góður vettvangur til að koma uppbyggilegum skilaboðum til fólks á öllum aldri, þó áhersla sé lögð á efni fyrir 8- 18 ára.

 

Það er ósk okkar að þegar börn og ungmenni skoði HVAÐ finni þau fyrir eldmóði, áhuga og gleði.

 

Það er von okkar að tímaritið HVAÐ ýti undir heilbrigði og heilindi, sjálfstæða hugsun, efli og hvetji lesendur til dáða.