UM OKKUR

Kæri lesandi
Ég heiti Ágústa Margrét Arnardóttir. Ég er 40 ára 5 barna móðir og bý á Djúpavogi.
Þegar ég var lítil voru gefin út barna- og ungmennatímarit. Ég sendi oft inn sögur, ljóð, teiknaðar myndir og fleira sem birt var í blöðunum.
Mér fannst þessi blöð svo skemmtileg. Í gegnum þau kynntist lesandi öðrum börnum og ungmennum, fékk fréttir og allskonar fróðleik.
Fyrir 6 árum, þegar elsta stelpan mín var 6 ára, fór ég að hugsa um að það vantaði svona tímarit.
Ég fór að fá allskonar hugmyndir um viðtöl, verkefni, upplýsingar, sögur, fróðleik og fleira. Hugmyndirnar mínar voru samt bara hugmyndir inn í höfðinu á mér þar til á síðasta ári. Þá ákvað ég að prófa að fylgja hugmyndum mínum eftir og byrja að framkvæma.


Eins og Heiðar Logi segir í viðtalinu við hann í þessu blaði:

„Ef maður gerir ekkert í draumum sínum, þá verða þeir alltaf bara draumar“


Minn draumur var að búa til tímarit fyrir börn og ungmenni. Og nú hefur draumur minn ræst. Það gerðist ekki að sjálfu sér því í marga mánuði hef ég unnið mikið að þessu verkefni. Ég fékk frábært fólk, sem trúði líka á drauminn minn, til liðs við mig.
Saman bjuggum við til þetta tímarit og okkur langar að búa til fleiri. Við erum með fullt af hugmyndum og stóra drauma sem við ætlum að gera allt sem við getum til að láta rætast.
Ég er svo þakklát öllu fólkinu sem tók þátt í þessu verkefni og hjálpaði mér að koma HVAÐ til þín.


Ennfremur er ég er innilega þakklát að þú skulir vera að skoða tímaritið HVAÐ.
Takk fyrir
Ágústa Margrét Arnardóttir